Einn hinna látnu kominn á land

Aðgerðir hafa staðið yfir frá því klukkan níu í morgun.
Aðgerðir hafa staðið yfir frá því klukkan níu í morgun. mbl.is/Óttar

Búið er að koma einum þeirra sem létust í flugvélinni sem fórst í Ölfusvatnsvík á land. 

Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.

Kafarar hófu störf fyrir um klukkutíma í Þingvallavatni en aðgerðir frestuðust í morgun þar sem vatnið var ísilagt. Þurfti því að brjóta upp ísinn áður en hægt var að senda kafara í vatnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert