Sakborningar njóta tiltekins réttar

Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í …
Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í yfirheyrslu vegna meintra brota á friðhelgi einkalífsins. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, Þóra Arn­órs­dóttiur, rit­stjóri Kveiks á Rík­is­út­varp­inu og Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, Samsett mynd

Sá sem nýtur réttarstöðu sakbornings er sá sem er grunaður um refsiverða háttsemi og stöðu sinnar vegna nýtur hann tiltekins réttar, meðal annars að fá skipaðan verjanda, til að tjá sig ekki um frekar um sakarefnið en hann vill og réttinn til að fella ekki á sig sök.

Þetta segir Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti, spurð almennt út í muninn á sakborningum og vitnum.

Fjórir blaðamenn eru með réttarstöðu sakbornings vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs í umfjöllunum sínum um „skæruliðadeild“ Samherja. Fram kom í yfirlýsingu embættis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í gær að liður í rannsókn sakamála sé að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því að upplýsa mál.

mbl.is/Eggert

Vitni hefur vitnaskyldu en ekki sakborningur

Halldóra vill ekki tjá sig um mál fjórmenninganna en almennt séð segir hún vitni njóta annarrar stöðu en sakborningar.

„Í grunninn er það einstaklingur sem e.t.v. hefur upplifað atvik af eigin raun, orðið vitni að refsiverðum verknaði eða býr af öðrum ástæðum yfir upplýsingum sem hann getur veitt lögreglu upplýsingar til þess að varpa nánara ljósi á mögulegt refsivert athæf. Vitni hefur vitnaskyldu, öfugt við sakborning, án þess að teljast aðili viðkomandi máls,“ segir Halldóra.

Hún bætir við að menn geti notið réttarstöðu sakbornings um skeið en nánari rannsókn leiði í ljós að ekki sé þörf á slíkri réttarstöðu. Á frumstigum máls segi staðan sem slík ekki mikið og erfitt sé að geta sér mikið til um atvik máls einungis út frá þeirri stöðu fyrr en nokkuð er liðið á rannsókn viðkomandi máls.

Halldóra Þorsteinsdóttir.
Halldóra Þorsteinsdóttir.

Óheimilt að upplýsa um heimildarmenn

Spurð út í vitnaskyldu blaðamanna segir Halldóra þá bera slíka skyldu eins og aðrir almennir borgarar. Vegna réttarfarslöggjafarinnar, laga um fjölmiðla og ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi er þeim aftur á móti að jafnaði óheimilt án leyfis að upplýsa um heimildarmenn sína.

„Slíkar reglur hafa verið settar til verndar fjölmiðlafrelsinu og byggja á því sjónarmiði að væri nafnleynd heimildarmanna ekki fyrir að fara gæti það orðið til þess að upplýsingar sem á annað borð eiga erindi til almennings væru ekki afhentar vegna ótta heimildarmanna við að upplýst yrði um nafn þeirra. Á þessu eru síðan þröngar undantekningar ef brýnir rannsóknarhagsmunir í alvarlegu sakamáli vega þyngra en heimildarmannaverndin,“ greinir hún frá.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Oddur

Ríkt frelsi fjölmiðla

Hvað varðar dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu segir hún frelsi fjölmiðla til að fjalla um mál sem varða almenning og almannahag vera ríkt. Dæmi um þetta nefnir hún málefni hins opinbera, stjórnarfar í landinu og önnur þjóðfélagsmál og segir að mikið þurfi að koma til svo að vernd heimildarmanna verði aflétt.

„Hafi málefni ekki slíka þjóðfélagslega skírskotun er staðan hins vegar önnur. Blaðamenn geta t.d. almennt ekki fjallað um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar einstaklinga eða aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar ef engin tenging er við þjóðfélagsumræðuna,“ tekur hún fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert