„Úkraína er ekki öruggt ríki“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Er dómsmálaráðherra reiðubúinn að taka Úkraínu þegar í stað af lista yfir svokölluð örugg ríki? Mun hann vera tilbúinn til þess að liðka fyrir komu úkraínsks almennings á flótta hingað til lands?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun.

Helga Vala sagði tíðindi næturinnar frá Úkraínu fylla fólk skelfingu en Rússar réðust  inn í landið í nótt. Hún sagði gott að heyra fulltrúa íslenskra stjórnvalda fordæma árásirnar afdráttarlaust í morgun.

Getum við séð fyrir okkur að ríkisstjórnin stígi fram með það sem við höfum yfir að ráða, sem er ekki hervald heldur mannúð og skjól?“ spurði Helga Vala.

Skoða að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði að það hlyti að verða skoðað að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki. 

Það er alveg rétt að mannúð og skjól á að vera aðalsmerki okkar. Við þurfum að axla okkar skyldur í þeim efnum eins og önnur ríki í Evrópu og víðar um heim,“ sagði Jón og bætti við að nú blasi við ný sviðmynd, ný hætta og Ísland hljóti að geta tekið þátt undir formerkjum mannúðar og skjóls.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Vala sagði gott að heyra afdráttarlausa yfirlýsingu um að Úkraína muni falla af lista yfir örugg ríki. Hún væntir þess að sjá birtingu þess efnis á heimasíðu ráðuneytisins strax í dag.

„Þetta þarf að gerast strax í dag. Úkraína er ekki öruggt ríki, við sjáum það í fréttum og verðum að bregðast við núna og veita fólki skjól.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert