Tollaframkvæmd mjög ábótavant

Halla Signý Kristjánsdóttir.
Halla Signý Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Kristrún Ásta

Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á tollaframkvæmd vegna landbúnaðarafurða leiðir í ljós að ýmislegt megi betur fara. Helst þurfi að endurnýja allt tölvukerfi tollasviðs Skattsins, til að tryggja samræmi gagna og traustari samskipti við erlendar tollstöðvar.

Þá þurfi að endurskipuleggja allt tollaeftirlit og þótt viðkvæm vara eins og landbúnaðarafurðir geri málið flóknara, þá þurfi að sinna reglubundnu, víðtæku og samræmdu eftirliti. Halla Signý Kristjánsdóttir segir að tollaframkvæmd hérlendis fái falleinkunn í skýrslunni.

„Það þarf miklu betra og samræmdara skráningarkerfi og t.d. er oft ekki samræmi milli upplýsinga frá innflytjanda og útflytjanda vörunnar. Þannig getur innflytjandi skráð mjólkurost sem hefur viðbætta jurtaolíu sem „jurtaost“ og þannig færist varan í tollfrjálsan flokk.“ 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert