Alhvítu dagarnir orðnir 32 í röð

Alhvítir dagar í Reykjavík eru orðnir 32 í röð á þessum vetri. Þetta eru mikil viðbrigði frá vetrinum í fyrra þegar alhvítir dagar urðu aðeins sjö. En nú eru hlýindi í kortunum og snjó gæti tekið upp á láglendi.

„Munurinn á milli vetra er talsverður, veturinn í fyrra og árið í heild var einstaklega snjólétt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofunni, í samtali við Morgunblaðið.

Veðurstofuveturinn reiknast mánuðina desember til mars, að báðum meðtöldum. Veturinn var í raun snjóléttur alveg þar til í febrúar, bætir Kristín Björg við. Alhvítir dagar í desember voru sex, í janúar voru þeir fimm en í febrúar voru þeir 24. Það sem af er mars hafa þeir verið átta. Samtals eru þetta 43 dagar. Þetta er nálægt meðalfjölda alhvítra daga á 30 ára tímabili (1991-2020), sem er 45 dagar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert