Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur réttast að Ríkisendurskoðun fari yfir útboð Bankasýslu ríkisins á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka.

„Ég tel að það muni koma vel út fyrir alla framkvæmdina,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag þar sem Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði hann um söluna.

Alls tóku 209  fjár­fest­ar þátt í útboði Banka­sýslu rík­is­ins á hlut rík­is­ins í Íslands­banka þann 22. mars. sl. Sem kunn­ugt er seldi ríkið 22,5% hlut í bank­an­um fyr­ir um 52,7 millj­arða króna.

Á lista þeirra sem fjár­festu í útboðinu má finna fé­lagið Hafsilf­ur ehf., sem er í eigu Bene­dikts Sveins­son­ar, föður Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Halldóra spurði Bjarna hvers vegna einstaklingar með „vægast sagt“ vafasama fortíð tengda bankahruninu fengu að kaupa í útboðinu.

Halldóra Mogensen.
Halldóra Mogensen. mbl.is/Unnur Karen

Hún gagnrýndi Bjarna fyrir að hafa ekki sett nógu skýrar reglur eða ramma um það hvernig fjárfestum skyldi hleypt að sölunni. „Í stað þess var um að ræða nokkurs konar villta vesturs stemningu þar sem fimm sölufyrirtæki tóku kvöldstund í að hringja í sína uppáhalds fjárfesta.“

Bjarni lagði áherslu á að gagnsæi ríkti við útboðið og að vel yrði farið yfir framkvæmdina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert