Vildi ekkert tjá sig um fundinn

Sigurður Ingi á leið á ríkisstjórnarfundinn í morgun.
Sigurður Ingi á leið á ríkisstjórnarfundinn í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert tjá sig um hvort hann væri búinn að funda með Bændasamtökum Íslands áður en hann fór á ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun.

Gunnar Þorgeirsson, formaður samtakanna, staðfesti við mbl.is í morgun að það ætti að reyna að halda fundinn fyrir hádegi í dag vegna ummæla Sigurðar Inga í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á dögunum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Bætti hann við að Sigurður Ingi og formaður þingflokks Framsóknarflokksins, Ingibjörg Isaksen, hafi átt frumkvæðið að fundinum. 

RÚV greindi áður frá því að fundurinn væri fyrirhugaður.

Gunnar vildi ekkert tjá sig um nákvæmlega hvar og hvenær fundurinn átti að fara fram en staðfesti að hann yrði viðstaddur ásamt Vigdísi Häsler Sveinsdóttur framkvæmdastjóra Bændasamtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka