Stór hluti seldist yfir ásettu verði

Mikil eftirspurn og lítið framboð þrýstir verðinu upp.
Mikil eftirspurn og lítið framboð þrýstir verðinu upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meira en helmingur íbúða seldist yfir ásettu verði (51,2%) í mars sl. og er það í fyrsta sinn sem það gerist. Í febrúar hafði hlutfallið í fyrsta sinn farið yfir 40% (46,4%). Yfirleitt hefur þetta hlutfall verið 7-15%, að því er segir í mánaðarskýrslu Húnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí.

Sérstaklega virðist vera mikil spurn eftir íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Í mars seldust 61,2% íbúða yfir ásettu verði miðað við þriggja mánaða meðaltal. Aðeins 24% seldust undir ásettu verði. Sé aðeins litið til marsmánaðar, en ekki þriggja mánaða meðaltals, er hlutfallið nokkuð hærra. Um bráðabirgðatölur er að ræða.

Auk þess seldist meira fjórðungur 1-2 herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu á meira en 5% yfir ásettu verði. Þetta sama hlutfall fór í fyrsta sinn yfir 10% í október 2021.

Um 52% sérbýla á höfuðborgarsvæðinu seldust yfir ásettu verði, en það er einnig met. Á landsbyggðinni seldust um 45% íbúða í fjölbýli og 26% sérbýla yfir ásettu verði.

HMS segir að svipað ástand virðist ríkja á Norðvesturlandi. Þar seldust 49% allra íbúða yfir ásettu verði. Í póstnúmeri 600 Akureyri seldust 56% íbúða yfir ásettu verði eða sama hlutfall og á höfuðborgarsvæðinu.

Mest virðist hafa verið bitist um íbúðir í úthverfum Reykjavíkur. Yfir 70% íbúða í póstnúmeri 111 í Breiðholti seldust yfir ásettu verði og 108 og 109 fylgdu þar fast á eftir.

Meðalsölutími íbúða í mars var 35,8 dagar á höfuðborgarsvæðinu og hefur aldrei verið styttri. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins var meðalsölutíminn 44,1 dagur, sem einnig er met.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert