Nú fer ballið að byrja

Forkeppnir fóru fram í ungmennaflokki og meistaraflokki í gær.
Forkeppnir fóru fram í ungmennaflokki og meistaraflokki í gær. mbl.is/Hákon

„Nú fer ballið að byrja,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í ár. Forkeppni í öllum gæðingakeppnum lauk í gær og næst á dagskrá eru því milliriðlar og íþróttagreinarnar. „Þetta er búin að vera gríðarlega sterk forkeppni. Fólk hafði áhyggjur af því að við værum að selja bestu hrossin úr landi en þetta sýnir bara að við framleiðum svo marga gæðinga.“

Magnús og hans teymi settu sér það markmið að gera Landsmótið eftirminnilegt og umsvifameira en það hefur verið undanfarin skipti, en fjögur ár eru liðin frá síðasta Landsmóti. „Okkur finnst við vera á góðum stað með að ná því. Þetta gengur eins og í bestu sögu, þvílíkur andi í mannskapnum.“

Á öðrum degi Landsmótsins voru tvö til þrjú þúsund gestir mættir á svæðið. Magnús á von á því að undir lok vikunnar verði sá hópur kominn upp undir tíu þúsund. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert