Rannsókn á mansalsmáli ljúki með haustinu

Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Hari

Reiknað er með því að rannsókn á máli manns sem er grunaður um mansal á ungum dreng, ljúki með haustinu.

Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Hann bætir við að drengurinn sé í umsjón á góðum stað.

Maðurinn sætir ekki gæsluvarðhaldi, heldur tilkynningaskyldu og hefur óskað eftir alþjóðlegri vernd. 

Grun­ur leik­ur á um að brotið hafi verið gegn drengn­um kyn­ferðis­lega og hann beitt­ur van­v­irðandi meðferð. 

Kvaðst hafa flakkað um Evrópu

Þann 28. apríl hafði lög­regla af­skipti af manninum sem hafði drenginn í för með sér. Þeir komu sam­an með flugi frá Kaup­manna­höfn og voru án ferðaskil­ríkja en ­maður­inn fram­vísaði af­rit­um af ætluðum vega­bréf­um. 

Hann kvaðst hafa verið á flakki um Evr­ópu í þrjú ár ásamt barn­inu og skilið það um tíma eft­ir hjá skyld­menn­um.

Þá fram­vísaði hann gögn­um til stuðnings heim­ild sinni til að ferðast með barnið, en lög­regla taldi skjalið ótraust og gátu sér­fræðing­ar ekki full­yrt um áreiðan­leika inni­halds­ins, að því er fram kom í dómi Héraðsdóms Suður­nesja, sem var staðfest­ur af Lands­rétti. 

mbl.is