Klapp liggur niðri

Stigið inn í strætó.
Stigið inn í strætó. mbl.is/Árni Sæberg

Klapp-appið, sem Strætó bs. lét koma á fót til að búa til nýja greiðsluleið fyrir notendur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, liggur niðri.

Frá þessu er greint á vef byggðasamlagsins. Segir þar að í nótt hafi Klapp-greiðslukerfið verið uppfært, sem leitt hafi til þess að tenging rofnaði.

„Það er í algörum forgangi að koma þessu í lag,“ segir svo á vefnum.

Lítið klappað fyrir Klappinu

Vagnstjórar eru sagðir vita af ástandinu. Þá er einnig fullyrt að þeir muni bjóða viðskiptavini velkomna á meðan unnið sé að lagfæringu.

Klapp-appið hefur mátt sæta mjög mikilli gagnrýni eftir að það fór í loftið, meðal annars vegna tíðra bilana í símum viðskiptavina og hægagangs við inngöngu farþega í strætisvagnana. Mörgum hefur þótt tilviljanakennt hvort appið virki hverju sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert