Sex apabólusmit hér á landi

Fjögur smitanna tengjast utanlandsferðum.
Fjögur smitanna tengjast utanlandsferðum.

Alls hafa sex apabólusmit greinst hér á landi undanfarið. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is. 

Fjögur smitanna tengjast utanlandsferðum en tvö þeirra eru innanlandssmit. 

Fólk sem smitast af apabólu þarf að vera í langri einangrun, frá tveimur og upp í þrjár vikur að sögn Þórólfs.

Dæmi um hvernig apabólusmit lýsir sér hjá smituðum.
Dæmi um hvernig apabólusmit lýsir sér hjá smituðum. AFP
mbl.is