Vandamál foreldra ungra barna

Kristín Tómasdóttir.
Kristín Tómasdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Kristín Tómasdóttir, fjögurra barna móðir og fjölskyldumeðferðarfræðingur, lýsir bagalegri stöðu sinni sem foreldri barns í Reykjavík við að koma dóttur sinni í leikskóla. Um grunnþjónustu sé að ræða sem verði að virka.

Þá furðar hún sig á forgangsröðun verkefna borgarinnar þar sem áhersla er lögð á miðnæturopnun í sundlaugum og rekstur næturstrætó í stað þess að tryggja dagvist barna í leikskólum.

Ekkert pláss í haust

Innritunardeild leikskóla Reykjavíkurborgar, sem tekur ekki við símtölum foreldra, hefur sent Kristínu margoft yfirlit yfir það hvar dóttir hennar er staðsett á ýmsum biðlistum í leikskólum borgarinnar. Svör ýmissa leikskólastjóra gefa auk þess til kynna að ekki sé líklegt að hægt verði að útvega dóttur hennar pláss í haust. Dóttir hennar verður 18 mánaða í september.

„Hún er ekki komin með leikskólapláss og það er fátt um svör. Ég fæ pósta frá innritunardeild leikskóla Reykjavíkurborgar þar sem birtur er listi yfir leikskóla sem ég get heyrt í og athugað stöðuna með. En þetta eru allt leikskólar í okkar hverfi þar sem mörg börn búa og þessir leikskólar eru búnir að bjóða börnum pláss í haust.

Óvissan veldur kvíða

Kristín kveðst finna fyrir því nýlega að um er að ræða vandamál sem hefur hrjáð foreldra marga áratugi aftur í tímann. „Þetta hefur aldrei verið í lagi, en fólk með börn á þessum aldri hefur hvorki bolmagn né orku til að berjast í þessu. Svo reddast þetta einhvern veginn á endanum og þá gleymir fólk þessu. Það nennir ekki að hjakka á einhverju kerfi sem það þarf ekki lengur á að halda.“

Kristín lýsir auk þess þeim neikvæðu áhrifum sem óvissan um leikskólapláss hefur á andlega líðan hennar.

„Það gleymist hvað þetta veldur ofboðslega miklum kvíða. Þetta er rosa kvíðavaldandi þar sem núna er júlí og ég veit ekki hvar hún verður í haust. Ég þarf mögulega að segja upp vinnunni minni ef að staðan er þannig að hún fær ekki pláss.“

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert