Vatnavextirnir rétt að byrja

Vatnavextirnir eru rétt að byrja og er líklegt að ár …
Vatnavextirnir eru rétt að byrja og er líklegt að ár í Þórsmörk, til dæmis Steinholtsá, verði ófærar.

Vatnavextir, sem verða talsverðir í kvöld, nótt og á morgun, eru rétt að byrja að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur veðurfræðings á Veðurstofu.

Frá þriðjudagskvöldi til miðvikudagskvölds er útlit fyrir mikla rigningu undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, og viðbúið að þar hækki talsvert í ám.

Rigningin getur haft áhrif á akstursleiðir þar sem aka þarf yfir óbrúaðar ár, til dæmis inn í Þórsmörk, sem og á öðrum svæðum á Suðurlandi og að Fjallabaki, að því er segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu.

Á sama tíma má gera ráð fyrir slagviðri á sömu slóðum og annars staðar á miðhálendinu sem getur reynst gangandi og hjólandi ferðamönnum erfitt um vik. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert