Vindhviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu

Frá Dalvík. Vindhviður gætu orðið verulegar á Tröllaskaga.
Frá Dalvík. Vindhviður gætu orðið verulegar á Tröllaskaga. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra.

Viðvörunin gildir frá því á miðnætti í kvöld og til hádegis á morgun. 

Vinndhviður gætu náð allt að 30-35 m/s á Tröllaskaga, við Eyjafjörð, Skjálfanda, á Melrakkasléttu og Langanesi. Vestan 10-18 m/s. 

Veðurstofan bendir á að veðrið sé varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert