Möguleg gasmengun á höfuðborgarsvæðinu

Hér má sjá spákort veðurstofunnar sem tekur mið af áhrifasvæði …
Hér má sjá spákort veðurstofunnar sem tekur mið af áhrifasvæði gasmengunar næsta sólarhringinn. Kort/ Veðurstofa Íslands

Gasmengun, vegna eldgossins í Meradölum, berst nú til norðausturs í átt að höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í spá Veðurstofunnar. Þá kann gasmengun einnig að finnast á höfuðborgarsvæðinu á morgun.

Í dag hefur verið suðvestanátt við gosstöðvarnar, 5 til 10 metrar á sekúndu og stöku skúrir. Í kvöld má búast við því að vindátt breytist í suðaustanátt og nái 8 til 15 metrum á sekúndu. 

Það gæti ollið því að gasmengunar verði vart á Vatnsleysuströnd. 

Á morgun má búast við suðvestan- og vestanátt. Er þá við búið að gasmengun berist til austurs og norðausturs og gæti því orðið vart í Ölfusi og á höfuðborgarsvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert