Hraunið virðist hafa breytt um stefnu

Hraunið breiðir úr sér í Meradölum.
Hraunið breiðir úr sér í Meradölum. mbl.is/Hákon

Snemma í morgun virtist hraunið í Meradölum renna til suðurs en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands telur nú að hraunið renni til norðurs.

Nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur sagði í sam­tali við mbl.is snemma í morg­un að lítið hafi verið að frétta af gos­inu í Mera­döl­um frá því í gær­kvöldi. Gosið líti svipað út, eftir því sem sést á vef­mynda­vél­um.

Fjórir kílómetrar að veginum

Í fyrstu sást ekki al­menni­lega hvert hraunið rynni en taldi sérfræðingur það renna til suðurs. Nú tel­ur Veður­stof­an að það sé ekki tilfellið heldur renni það til norðurs. 

Áhyggju­efni þykir ef hraunið flæðir yfir skarð í Eystri-Mera­döl­um því þar eru um fjór­ir kíló­metr­ar að Suður­strand­ar­vegi.

mbl.is