Rekstraraðilar fá aksturspassa

Frá Menningarnótt 2019.
Frá Menningarnótt 2019. mbl.is/Jón Pétur

Miðborgin verður lokuð fyrir akandi umferð á Menningarnótt og hafa rekstraraðilar verið upplýstir um að meðan á lokunum stendur sé ekki hægt að fara inn á svæðið.

Þetta staðfestir Hulda Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, í samtali við mbl.is.

Hafa rekstraraðilar verið beðnir um að ganga þannig frá að allt sé tilbúið deginum áður. Slíkt fyrirkomulag hefur alltaf gengið vel að sögn Huldu.

Akstursleyfi frá því á Menningarnótt fyrir heimsfaraldur.
Akstursleyfi frá því á Menningarnótt fyrir heimsfaraldur. Ljósmynd/Aðsend

Þeir sem þurfa að komast inn á lokuð svæði fá aksturspassa, en öllu verður haldið í lágmarki meðan á hátíðinni stendur.

Nánari upplýsingar má finna á hátíðarkorti Menningarnætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert