Fjölgun lækna strandar á Landspítalanum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Kristinn Magnússon

„Ljóst er að Háskóli Íslands nær ekki að útskrifa þann fjölda lækna sem þarf til starfa á Íslandi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

HÍ hafi stuðning ráðuneytisins til þess að fjölga læknanemum.

Hins vegar þurfi Landspítalinn að hafa tök á að taka við fleiri nemendum til þess, sem hann hefur ekki.

Hluti námsins er klínískur og fer þar fram. „Um leið og spítalinn finnur leiðir til að bæta úr því, þá stendur ekki á ráðuneytinu að samþykkja fjölgun læknanema við Háskóla Íslands,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.

Blessunarlega hafi læknanemum í námi hér á landi fjölgað undanfarin ár og nú eru um 60 læknanemar teknir inn árlega. Brýnt sé að fleiri læknar snúi aftur til Íslands að námi loknu og alvarlegt sé að einungis þriðjungur íslenskra útskrifaðra lækna geri það.

Nánar í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert