Geta tekið á móti fleiri læknanemum

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir í samtali við Morgunblaðið að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi ef stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og samræmi betur tímabil starfsnáms læknanema.

„Þetta er eins með hjúkrunarnema, ef það væru einhverjar skipulagsbreytingar mögulegar þá værum við alveg tilbúin að horfa á það líka. Við reynum að nýta öll tækifæri sem við getum en þetta hangir á því hvaða sérfræðinga við höfum í boði til þess að taka á móti læknanemum. Við viljum geta veitt þeim góð tækifæri,“ segir Hildigunnur.

„Sumrin eru erfið til þess að taka á móti mörgu nýju fólki en eflaust væri það hægt. Það þyrfti bara að skoða allar hliðar, bæði út frá skipulagi háskólans og okkar skipulagi. Ég er alveg viss um að við getum átt þær samræður ef það er stóra vandamálið. Mín tilfinning er sú að með skipulagssamræðum væri hægt að koma fleirum fyrir.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »