Ekki hlaupið að því að hýsa flóttafólkið

Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu.
Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Yfir fimm tugir flóttamanna komu til landsins í síðustu viku, þar af 32 frá Úkraínu. Þá hafa alls 1.564 flóttamenn frá Úkraínu komið hingað til lands það sem af er ári en í heild eru þeir 2.548 sem hafa komið hingað frá upphafi árs. Þetta segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

„Það er ekkert launungarmál að það er alltaf erfiðara og erfiðara að finna húsnæði til lengri tíma fyrir svona stóran hóp. Það er ekkert hlaupið að því,“ segir hann.

„Þótt sveitarfélögin, sem við þurfum svolítið að stóla á, séu öll af vilja gerð er víða farið að þrengja að hjá þeim.“

Hann segir að straumi flóttafólks hingað til lands muni ekki linna á næstunni, m.a. vegna þess að kuldatíð sé að ganga í garð. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert