Meirihluti yngri en 40 ára

Brottfluttir íslenskir ríkisborgarar eru mun fleiri en aðfluttir.
Brottfluttir íslenskir ríkisborgarar eru mun fleiri en aðfluttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríflega átta af hverjum tíu erlendum ríkisborgurum sem flutt hafa til landsins frá ársbyrjun 2010 og fram á mitt þetta ár eru undir fertugu.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem býður nú upp á sundurliðun eftir aldri og kyni.

Miðað er við aðflutta umfram brottflutta en frá upphafi hagvaxtarskeiðsins, sem hófst 2011, hafa fleiri flust til landsins en dæmi eru um í nútímasögu landsins.

Flutningsjöfnuðurinn er hins vegar neikvæður hjá íslenskum ríkisborgurum en brottfluttir eru mun fleiri en aðfluttir og eru þar af um átta af hverjum tíu yngri en 40 ára.

Þá vekur athygli að karlar eru um sex af hverjum tíu aðfluttum umfram brottflutta á tímabilinu.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir þessar tölur vitna um að hingað flytjist fyrst og fremst fólk á vinnualdri, sem komi hingað til að vinna. Það sé önnur aldursdreifing meðal innflytjenda en í mörgum ríkjum Evrópu.

Aðflutningurinn hafi knúið hagvöxtinn undanfarinn áratug.

„Fjöldinn undirstrikar hversu mikilvægur aðflutningurinn hefur verið fyrir hagvöxt, þ.e. fyrir aukna verðmætasköpun íslenska hagkerfisins. Vinnuaflsþörf hagvaxtarins á þessum tíma hefur að stórum hluta verið mætt með erlendu vinnuafli,“ segir Ingólfur um framlag þeirra.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert