Bundu niður þak í Eyjum

„Við ætlum að vera hér fram eftir degi og sjá …
„Við ætlum að vera hér fram eftir degi og sjá hvað setur,“ segir formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Björgunarsveitarmenn bundu niður þak á skúr við Skólaveg í Vestmannaeyjum í dag. Óveður gengur yfir landið allt í dag, af mestum þunga á norðaustanverðu landinu.

Frá Vestmannaeyjahöfn í dag.
Frá Vestmannaeyjahöfn í dag. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Er þetta eina verkefnið sem Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt til þessa í dag, að sögn Arnórs Arnórssonar formanns félagsins. 

„Við ætlum að vera hér fram eftir degi og sjá hvað setur,“ segir hann.

Fréttaritari mbl.is á staðnum segir veðrið töluvert slæmt og að miklar vindhviður komi af og til. Arnór telur ekki að um aftakaveður sé að ræða og að útkallið hafi verið minniháttar.

mbl.is