Bundu niður þak í Eyjum

„Við ætlum að vera hér fram eftir degi og sjá …
„Við ætlum að vera hér fram eftir degi og sjá hvað setur,“ segir formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Björgunarsveitarmenn bundu niður þak á skúr við Skólaveg í Vestmannaeyjum í dag. Óveður gengur yfir landið allt í dag, af mestum þunga á norðaustanverðu landinu.

Frá Vestmannaeyjahöfn í dag.
Frá Vestmannaeyjahöfn í dag. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Er þetta eina verkefnið sem Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt til þessa í dag, að sögn Arnórs Arnórssonar formanns félagsins. 

„Við ætlum að vera hér fram eftir degi og sjá hvað setur,“ segir hann.

Fréttaritari mbl.is á staðnum segir veðrið töluvert slæmt og að miklar vindhviður komi af og til. Arnór telur ekki að um aftakaveður sé að ræða og að útkallið hafi verið minniháttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert