Ragnar Þór ekki á fyrsta fundi eftir þing ASÍ

Vilhjálmur Birgisson, áheyrnarfulltrúi í miðstjórn og formaður SGS, var mættur …
Vilhjálmur Birgisson, áheyrnarfulltrúi í miðstjórn og formaður SGS, var mættur á fundinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti í miðstjórn ASÍ, mætti ekki á fyrsta fund miðstjórnarinnar eftir þing ASÍ sem fór fram nýlega. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og var Ragnar Þór hvergi sjáanlegur við upphaf fundarins. 

Eins og fjallað var um í fjölmiðlum var Ragnar Þór á meðal þeirra verkalýðsleiðtoga sem gekk út af þinginu, en auk hans fóru þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ásamt fjölda þingfulltrúa úr röðum félaga þeirra af þinginu áður en því lauk. Þingi ASÍ var í kjölfarið frestað fram á næsta ár. 

Vilhjálmur, sem er áheyrnarfulltrúi í miðstjórn, var mættur á fundinn í dag, en Sólveig Anna, sem einnig er áheyrnarfulltrúi í miðstjórn, var heldur ekki mætt við upphaf fundarins. 

Fundur miðstjórnar í dag.
Fundur miðstjórnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ ásamt Róberti Farestveit hagfræðingi ASÍ.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ ásamt Róberti Farestveit hagfræðingi ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fyrir miðju er Agnieszka Ewa Ziólkowska, fyrir Eflingu stéttarfélag.
Fyrir miðju er Agnieszka Ewa Ziólkowska, fyrir Eflingu stéttarfélag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, 2. varaforseti miðstjórnaro g formaður Bárunnar.
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, 2. varaforseti miðstjórnaro g formaður Bárunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert