Gæsluvarðhald framlengt yfir báðum grunuðu

Mennirnir hafa setið í varðhaldi í níu vikur.
Mennirnir hafa setið í varðhaldi í níu vikur. mbl.is/Hallur Már

Karlmennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi hafa báðir verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald næstu tvær vikurnar. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.

Tilhögun gæslunnar er með sama hætti og áður sem þýðir að mennirnir verða ekki í einangrun. 

Menn­irn­ir hafa nú þegar setið í varðhaldi í níu vik­ur og verða þær því ell­efu þegar þessi úr­sk­urður renn­ur út. Að há­marki er hægt að fá gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði í tólf vik­ur án þess að gefa út ákæru.

Rannsókn málsins er á lokastigi en að henni lokinni fer málið til saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út.

mbl.is