Fylgjast grannt með þróuninni í Mýrdalsjökli

Verðurstofan fylgist með þróun mála.
Verðurstofan fylgist með þróun mála. mbl.is/RAX

„Það er í raun engin breyting. Það gerist reglulega að það koma svona púlsar,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um skjálftana sem mældust í Mýrdalsjökli í nótt.

Stærsti skjálftinn sem mældist í nótt var af stærð 3,1. Upptök nokkurra þeirra skjálfta sem riðu yfir svæðið í nótt voru á 0,1 km dýpi. Að sögn Lovísu er dýpið ekki trúverðugt dýpi og þýðir ekki að kvika sé nálægt yfirborði.

„Það er búið að vera meiri skjálftavirkni í Mýrdalsjökli en venjulega, en það er líka búið að vera mun hlýrra heldur en hefur verið. Við fylgjumst vel með hver þróunin verður,“ segir Lovísa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert