Sjáðu sigurtillöguna að nýju Grófarhúsi

Skipulag úr lofti.
Skipulag úr lofti.

Hópur frá JVST arkitektum, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands um breytingar og endurbætur á Grófarhúsi.

Dagur. B Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í dag. Alls komust fimm teymi í gegnum forval og tvær tillögur sérstaklega tilnefndar í dag.

Hópurinn á bak við hönnunina.
Hópurinn á bak við hönnunina. Ljósmynd/Róbert Reynisson

Nýtt líf

„Hugmyndin er að bókasafnið fái allt húsið til afnota og markmiðið með breytingum og endurbótum á þessu húsnæði er að uppfylla sem best þær kröfur sem gerðar eru til nútíma bókasafna sem hýsa fjölbreytta þjónustu og dagskrá fyrir íbúa og aðra.

Við viljum að Grófarhús fái nýtt líf sem opin og skemmtileg bygging, lifandi samfélags- og menningarhús í takt við vel heppnuð dæmi hjá nágranna- og vinaþjóðum okkar,“ er haft eftir borgarstjóranum í tilkynningu.

Sigurtillagan.
Sigurtillagan.

„Áhersla var lögð á raunhæfa en jafnframt spennandi tillögu sem myndi sóma sér vel í lifandi og fallegu umhverfi miðbæjarins. Þá var gerð krafa um að umhverfissjónarmið, sjálfbærni og vistvæn hönnun væru höfð að leiðarljósi við hönnun og efnisval.“

Í dómnefndaráliti segir að tillagan svari skemmtilega og vel væntingum um fjölbreyttan ævintýra- og fróðleiksheim fyrir fólk á öllum aldri. Sterkt tenging við Vitaveginn skapist á milli hæða með opnunum í plötum.

Nýting rýma.
Nýting rýma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert