Verðbólgan hreyfist lítið niður á við

Verð á matvörum hækkaði um 0,8% í nóvember.
Verð á matvörum hækkaði um 0,8% í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðbólga mjakast lítillega niður á við hér á landi, en tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs mældist 9,3% í nóvember sem er 0,1 prósentustigi lægra en í mánuðinum á undan. Verðbólgan núna er aftur á móti jafnhá og hún var í september.

Verð á matvörum hækkaði um 0,8% í nóvember og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,0%. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 8,9%.

„Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1%,“ segir á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert