Hætt að funda í dag

Kjaraviðræður SGS og SA halda áfram á morgun.
Kjaraviðræður SGS og SA halda áfram á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjaraviðræðum samflots iðn- og tæknimanna, Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins var um sexleytið í dag frestað. Verður þráðurinn tekinn upp að nýju klukkan 13 á morgun.

Fram hefur komið að samningsaðilar telji mikilvægt að ná samningum sem fyrst, til þess að launahækkanir skili sér fljótt til launafólks. Hefur því þótt vænlegast til árangurs að semja til skamms tíma. 

Heimildir mbl.is hermdu í dag að hvort tveggja krónutöluhækkun og prósentuhækkun hefðu verið ræddar.

Einnig er rætt um að flýta útgjöldum vegna hagvaxtarauka, sem kveðið var á um í lífskjarasamningi. Að óbreyttu verður hann greiddur út 1. maí á næsta ári.

Ekki var gert ráð fyr­ir fundi SA, VR og Lands­sam­bands ís­lenskra verzl­un­ar­manna (LÍV) í dag.

mbl.is