Seðlabankastjóri fékk hrossabjúgu

Ásgeir Jónsson sést hér ásamt eyjaförunum, kampakátur með hrossabjúgun.
Ásgeir Jónsson sést hér ásamt eyjaförunum, kampakátur með hrossabjúgun.

Allur er varinn góður segja Rangæingar á faraldsfæti. Hjónin Anna Birna Þráinsdóttir og Sigurður Jakob Jónsson, sem búa í Varmahlíð undir Eyjafjöllum, fóru til tveggja vikna dvalar á Tenerife sl. fimmtudag og fengu Guðmund Viðarsson og Jóhönnu Sólveigu Þórhallsdóttur, bændur í Skálakoti, til að skutla sér á Keflavíkurflugvöll. „Gjaldeyrinum er sólundað og við vildum því fá fararleyfi á réttum stað,“ segir Guðmundur sem ætlar utan eftir nokkra daga og vera í eina viku á sólareyjunni.

Athygli vakti nýlega þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerði tásumyndir frá Tenerife að umtalsefni. Sagði að ferðagleði og mikil neysla landsmanna raungerðist í því, enda hefur verið gripið til vaxtahækkana í því skyni að kæla hagkerfið. Þetta hafa ýmsir tekið til sín og á leiðinni suður í Leifsstöð nú í vikunni kom Eyjafjallafólk við á Kalkofnsvegi, heilsaði upp á Ásgeir og kom líka færandi hendi.

„Ásgeir er alþýðlegur maður sem gaman er að tala við. Og svona til að ferðin hefði blessun komum við færandi hendi og gáfum honum heimagerð hrossabjúgu. Þetta er herramannsmatur sem ég veit að Ásgeir gerir góð skil.“ 

Nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »