Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara

Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins við fundarborðið.
Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins við fundarborðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­flot iðn- og tækni­greina, VR, LÍV og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) funda nú í húsi ríkissáttasemjara í Borgartúni en fundurinn hófst klukkan korter yfir eitt og er gert ráð fyrir að hann standi yfir til klukkan sex.

Þetta er fyrsti formlegi fundur allra aðila síðan VR tilkynnti á laugardag að félagið myndi taka höndum saman við sam­flot iðn- og tækni­greina í kjaraviðræðum.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við mbl.is í morgun að engin leið væri að spá til um hvernig fundurinn færi. 

Tímaramminn til að gera samning sé þó orðinn mjög þröngur og því þurfi að vera komin niðurstaða fyrir vikulok. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert