Áfram töluverður fjöldi með Covid-19

Sýnatökur urðu víða hluti af daglegu lífi fólks í Covid-19 …
Sýnatökur urðu víða hluti af daglegu lífi fólks í Covid-19 heimsfaraldrinum. AFP

Áfram greinist töluverður fjöldi með Covid-19, RSV og inflúensu hér á landi en greiningum fækkar þó á milli vikna.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri samantekt embættis landlæknis um öndunarfærasýkingar.

Samtals 171 einstaklingur greindist með Covid-19 síðastliðna viku og er hlutfall jákvæðra sýna af heildarfjölda sýna áfram hátt, eða 26%.

Innlagnir á Landspítala vegna Covid-19 voru 27 talsins, 4 voru lagðir inn vegna inflúensu og 5 vegna RSV.

Embætti landlæknis minnir á mikilvægi persónubundna smitvarna til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi þeirra sem eru í áhættuhópum.

mbl.is