Dúxaði í FÁ og stefnir á lögfræðinám í haust

Aníta Harðardóttir einblíndi á námið þessa önn, sem skilaði sér.
Aníta Harðardóttir einblíndi á námið þessa önn, sem skilaði sér. Ljósmynd/Aðsend

Aníta Harðardóttir útskrifaðist af félagsfræðibraut úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í vikunni með meðaleinkunnina 8,76 og varð þar með dúx skólans þetta haust.

Aníta segist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa stefnt að því að verða dúx viljandi en hana hafi þó byrjað að gruna að hún ætti möguleika, eftir frábæra haustönn þar sem hún fékk 10 í sex áföngum og 9 í einum.

„Ég vissi að ég væri með góðar einkunnir svo það kom ekkert svakalega á óvart, en ég gat þó ekki vitað hvernig aðrir voru að standa sig. Ég fékk ekki að vita það fyrr en ég var kölluð upp á svið,“ segir hún.

Horfði ekki á sjónvarpsþætti

Aníta segist aðspurð hafa einblínt á námið alla þessa önn og ekki leyft óþarfa truflunum að hafa áhrif á sig. „Ég var ekki að horfa á þætti eða svoleiðis, ég var bara að einblína á námið. Það var rosalega erfitt að ná í mig, sérstaklega á þessari önn,“ segir hún og hlær.

Þrátt fyrir að þessi önn hafi verið sérstaklega erfið náði hún þó að halda smá jafnvægi milli lærdóms og félagslífs. Hún mætti á árshátíð vinnunnar og stundaði líkamsrækt. Aníta vann aðra hverja helgi í snyrtivörubúðinni Mac með skólanum og hjálpaði krökkum í skólanum með heimanámið sitt einu sinni í viku.

Nánar er rætt við Anítu í Morgunblaðinu sem kom út 19. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert