30 hundar týndust um áramótin

Hundar á harðahlaupum.
Hundar á harðahlaupum. Ljósmynd/Colourbox

Hátt í 30 hundar týndust frá gamlársdegi til nýársdags, að sögn félagasamtakanna Dýrfinnu sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra.

Allir hundarnir eru sem betur fer fundnir og komnir heim til sín.

Flestir hundarnir sluppu heiman frá sér í Hveragerði og á Selfossi og voru það sjálfboðaliðar þaðan sem fundu þá.

Samtökin urðu ekki vör við týnda ketti á þessu tímabili, en að vonum var hávaðinn víða mikill af völdum flugelda um áramótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert