Járn í járn í kjaradeilu SSF og SA

Ari Skúlason.
Ari Skúlason.

Það hefur lítið sem ekkert þokast í átt að samkomulagi í kjaradeilu Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífsins. Ari Skúlason, formaður SSF, skrifar á vef samtakanna að það sé járn í járn í samningaviðræðunum.

Þrír formlegir fundir verið haldnir í Karphúsinu undir stjórn ríkissáttasemjara og eftirtekjan sé lítil.

Að sögn Ara stendur samtökunum til boða samkvæmt formlegu tilboði frá 9. janúar 6,75% launahækkun en þó að hámarki 66 þúsund kr.

„Þetta þýðir að öll laun fyrir ofan 978 þús. kr. myndu hækka um minna en 6,75%. Að mati samninganefndar SSF væri hér um að ræða ca. 5,6-5,8% meðalhækkun á launum félagsmanna SSF og kostnaður fjármálafyrirtækjanna við breytinguna væri sá sami, þ.e. 5,6-5,8%,“ segir um tilboðið á vef SSF.

Ari segir í samtali við Morgunblaðið að félagsmenn í SSF hafi dregist verulega aftur úr öðrum hópum á seinasta samningstímabili frá upphafi ársins 2019 til ársloka 2022.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert