Föst í fjallinu

Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bilun varð í annarri stólalyftu Hlíðarfjalls á Akureyri um miðjan daginn í dag. Ekki var margt um manninn í fjallinu enda veður ekki skaplegt til skíðaiðkunnar. Nokkrir skíðamenn sátu þó fastir í lyftunni um stund áður en starfsfólki Hlíðarfjalls og viðbragðsaðilum tókst að bjarga fólkinu niður á fast land.

Engum var meint af en sjálfsagt urðu einhverjir skelkaðir. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er starfsfólk Hlíðarfjalls þaulæft í aðstæðum sem þessum enda gekk vel að bjarga fólki niður.

Ekki náðist í forsvarsmenn Hlíðarfjalls við vinnslu fréttarinnar.

Upp­fært kl. 15:05

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra stöðvaðist Fjarkinn, önnur stólalyfta Hlíðarfjalls með um 20 manns í lyftunni. Aðgerðarstjórn var virkjuð og var mannskapur frá Björgunarsveitinni Súlum ræstur út til að aðstoða við að koma fólkinu niður úr lyftunni.

Auk Björgunarsveitar var lögregla og sjúkralið boðað á vettvang. Þegar fréttatilkynningin var skrifuð stóðu aðgerðir enn yfir og ekki var búið að bjarga nema hluta hópsins niður. Þegar fólkinu hefur verið bjargað fær það skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki.

Bilunin stafaði af því að vír hafði farið út af sporinu og hafði lyftan stöðvast við það. Ekki er vitað um slys á fólki.

Lögreglumaður á vettvangi í dag.
Lögreglumaður á vettvangi í dag. Ljósmynd/Skjáskot Hlíðarfjall
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert