Björgunarsveitir aðstoða við að koma farþegum út

Frá aðgerðum Landsbjargar.
Frá aðgerðum Landsbjargar. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir á Suðurnesjum eru nú staddar á Keflavíkurflugvelli til að aðstoða Icelandair við að koma farþegum úr að minnsta kosti sex flugvélum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að verið sé að tæma fyrstu vélina núna en að aðstæður úti séu vondar, mikill vindur og hálka geri störfin erfiðari. 

Sums staðar er erfitt að koma stigabíl að vélunum en björgunarsveitarfólkið er vel útbúið og í mannbroddum. Jón Þór kvaðst ekki vera með upplýsingar um hvort að allar sex vélarnar séu komnar í stæði eða hvort hluti þeirra sé enn á akbraut.

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land. 

Tilkynnt um fasta bíla í Lögbergsbrekku, austur af Reykjavík. Björgunarsveit var send þangað en dráttarbílaþjónusta treystir sér ekki vegna veðurs, að sögn Jóns. Þá var einnig tilkynnt um þakplötur sem gætu verið að losna ef hesthúsi í Garðabæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert