Góðgerðarsamtök á mótorhjólum

Frá afhendingu gjafarinnar.
Frá afhendingu gjafarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Mótorhjóla- og góðgerðarsamtök Frímúrara á Íslandi, MGFÍ, afhentu nýverið Samhjálp 250.000 krónur að gjöf og var það afrakstur fjáröflunar félagsmanna á liðnu ári.

„Við söfnum annars aðallega fyrir ekkjur frímúrara og börn þeirra,“ segir Georg Ragnarsson, stofnandi og forseti MGFÍ.

Alþjóðamótorhjóla- og góðgerðarsamtök frímúrarabræðra (International Widows Sons Masonic Riders Association) voru stofnuð í Bandaríkjunum 1998 í þeim tilgangi að njóta samverunnar á mótorhjólum, kynna áhugamálið á meðal frímúrara, standa fyrir fjársöfnunum og síðast en ekki síst til að styðja við og styrkja ekkjur og börn frímúrara.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »