Fjármunir sem vaxa bókstaflega á trjánum

Skógrækt hefur verið góð í Fljótshlíðinni í landi Tungu og …
Skógrækt hefur verið góð í Fljótshlíðinni í landi Tungu og Tumastaða. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það eru heilmikil verðmæti fólgin í skóglendi og þau eru alltaf að koma betur í ljós,“ segir Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur, sem hefur gert stóra rannsókn þar sem mismunandi aðferðir við verðmat voru bornar saman við markaðsverð breskra skóga í einkaeigu.

„Hér á landi hefur skógur verið verðmetinn í skaðabótamálum en það mat sýnir ekki endilega hvert markaðsverð skógarins væri í frjálsum viðskiptum. Markaðsverð skógareignar getur þurft að meta vegna sölu eða kaupa á skógi, vegna eignamats í bókhaldi, skiptingar dánarbús, veðhæfni og trygginga svo nokkuð sé nefnt,“ segir hann.

Skógur er sjaldan seldur sér heldur sem hluti af jarðeign með margs konar öðrum gæðum svo sem húsum og hlunnindum. Jarðasölur eru fáar og jarðir með skógi mjög fáar. Því er ógerningur að meta þátt skógarins í heildarverði jarðeignar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »