Gangur verið í kjaraviðræðum

Frá fundi fulltrúaráðs Sameykis.
Frá fundi fulltrúaráðs Sameykis. Ljósmynd/mbl.is

Kjaraviðræður félaga og bandalaga opinberra starfsmanna við viðsemjendur hafa verið í fullum gangi að undanförnu og er við það miðað að gerðir verði skammtímasamningar með líkum hætti og samið hefur verið um á almenna vinnumarkaðnum.

Ekki verður þó skrifað undir samninga nema fyrst verði lokið við að ganga endanlega frá samkomulaginu sem gert var 2016 um jöfnun launa á milli markaða.

Sameyki, sem er stærsta stéttarfélag opinberra starfsmanna, er þessa dagana í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna hjá opinberu hlutafélögunum, Isavia, Rarik, Fríhöfninni og Ríkisútvarpinu.

Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir kjarasaminga SA við SGS-félögin, samflot iðnaðarmanna og VR í desember ekki geta orðið, að öllu leyti, fyrirmynd samninga Sameykis við ohf-félögin þar sem launasetningin er ekki sambærileg.

Nánar í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert