Handtekinn í tengslum við rannsókn líkamsárásar

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu.
Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lög­regla hand­tók ein­stak­ling, í Breiðholti í nótt, í tengsl­um við rann­sókn lík­ams­árás­ar. 

Þá var lög­regla einnig kölluð til að versl­un í Garðabær vegna þjófnaðar. Sá grunaði var lát­inn laus að lok­inni skýrslu­töku. 

Tveir voru stöðvaðir við akst­ur, ann­ar grunaður um ölv­un og hinn um akst­ur und­ir áhrif­um vímu­efna auk þess að hafa verið svipt­ur öku­rétt­ind­um. 

Þá var einnig til­kynnt um grun­sam­leg­ar manna­ferðir í miðborg­inni, en ekk­ert fannst, þrátt fyr­ir leit. 

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert