Vegir víða á óvissustigi

Austanstormi er spáð á morgun.
Austanstormi er spáð á morgun. mbl.is/Óttar

Nokkrir vegir verða á óvissustigi morgun vegna austanstorms sem er í vændum og gæti vegum því verið lokað með skömmum fyrirvara. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegirnir á Kjalarnesi, Mosfellsheiði, í Þrengslum og á Hellisheiði verða á óvissustigi á morgun vegna veðurs.

Víða óvissustig frá mánudegi til þriðjudags

Þröskuldar á Vestfjörðum verða á óvissustigi vegna veðurs, á milli klukkan 13.00 á morgun til 10.00 á þriðjudaginn. Þá verður Steingrímsfjarðarheiði á óvissustigi á milli klukkan 14.00 á morgun til 10.00 á þriðjudag. Fróðárheiði og Vatnaleið verða einnig á óvissustigi frá klukkan 17.00 á morgun til 10.00 á þriðjudaginn. 

Þá eru vegfarendur á Norðurlandi beðnir að sýna aðgát vegna hættu á grjóthruni í umhleypingum á Siglufjarðarvegi næstu daga. 

Lyngdalsheiði á Suðurlandi verður á óvissustigi vegna veðurs á milli klukkan 12.00 til 22.00 á morgun og gæti vegurinn lokast með skömmum fyrirvara. 

mbl.is