Hvassviðri eða stormur í dag

Vindaspá klukkan 14 í dag.
Vindaspá klukkan 14 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Það verður austan og suðaustan hvassviðri eða stormur í dag, 15 til 23 m/s og víða snjókoma eða slydda með hita í kringum frostmark, en rigning sunnan- og suðvestanlands undir hádegi. 

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suður- og Vesturlandi. Upp úr hádegi verða þær í öllum landshlutum, að höfuðborgarsvæðinu undanskildu.

Varað er við snörpum vindhviðum við fjöll, lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum. Minnkandi vindur og úrkoma verður í kvöld og nótt.

Það gengur í suðaustan og síðar sunnan 15 til 25 m/s eftir hádegi á morgun, hvassast verður vestanlands. Víða verður rigning og talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu um tíma. Hlýnar en hiti verður á bilinu 3 til 9 stig seinnipartinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert