Hótaði bílstjóra og neitaði að borga

Óskað var eftir aðstoð lögreglu eftir að farþegi neitaði að …
Óskað var eftir aðstoð lögreglu eftir að farþegi neitaði að greiða fyrir far sitt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögregla var kölluð til í austurborginni í kvöld eftir að farþegi neitaði að greiða leigubílstjóra fyrir far og hótaði honum. 

Þá var einnig tilkynnt um áreitni í garð leigubílstjóra í hverfi 108 í dag, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Jafnframt var tilkynnt um innbrot og ölvunarakstur í miðborginni og umferðaróhapp í Hafnarfirði en þar urðu engin meiðsl á fólki.

Einnig logaði eldur í heimahúsi í Breiðholti en eldsvoðinn var minniháttar að sögn lögreglu.

mbl.is