Ólöf höfðar mál vegna miðlunartillögunnar

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar.
Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar. mbl.is/Hákon Pálsson

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi á hendur Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu. Krefst hún að kosið verði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 

Í stefnu Ólafar segir að þess sé krafist að Eflingu beri að kynna og greiða atkvæði um miðlunartillöguna sem sáttasemjari lagði fram 26. janúar til þess að leysa vinnudeilu SA og stéttarfélagsins. 

Þá krefst hún að viðurkennt verði með dómi að Ólöf eigi rétt á að taka þátt í atkvæðagreiðslu um tillöguna. 

Kosið í síðasta lagi á fimmtudag

Ólöf krefst þess að atkvæðagreiðslan skuli framkvæmd og henni lokið eigi síðar en á fimmtudag, 23. febrúar. Að öðrum kosti eigi síðar en einni viku eftir dómsuppkvaðningu. 

Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar, greinir mbl.is frá því að Ólöf sé nú að birta skjalið fyrir fyrirsvarsmanni ASÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert