Segir gögn vanta í máli hjúkrunarfræðings

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Þór

Verjandi hjúkrunarfræðings sem ákærður er fyrir manndráp og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsemi á Landspítala  í ágúst 2021 gerir að því skóna að rannsókn hafi verið ábótavant í málinu.

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðingsins gerir athugasemd við að samantektargögn um rannsókn lögreglu hafi verið tekin út úr rannsóknargögnum.

Án þessara upplýsinga sé erfitt að leggja mat  á það hvort öll gögn sem horfa til sýknu sakborningsins hafi verið tekin til athugunar við rannsókn málsins.

Hann segir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt til að landspítalinn yrði látinn sæta lagalega ábyrgð vegna málsins. Spítalinn hafi hins vegar ekki verið ákærður. Nauðsynlegt sé fyrir verjanda og sakborning að fá upplýsingar um það hvers vegna það var ekki gert. 

Bendir hann meðal annars á það að hjúkrunarfræðingurinn hafi meðal annars fengið afsökunarbeiðni frá spítalanum. Það gefi til kynna að svokölluð rótargreining. Greining á atvikum málsins á spítalanum hafi farið fram.

Ekkert beri þó á því í gögnum málsins að lögregla hafi skoðað greininguna eða haft hana til hliðsjónar við rannsókn málsins.

Héraðssaksóknari mótmælti því að áðurnefnd gögn ættu erindi inn í málið. Sagði að þetta væri vinnugagn og hugleiðingar lögmanns embættisins við vinnslu málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert