Smáhýsin fimm eru risin í Laugardal þrátt fyrir mótmæli

Smáhýsin eru risin á túninu milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar. Frágangi …
Smáhýsin eru risin á túninu milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar. Frágangi við húsin er ólokið. mbl.is/sisi

Fimm smáhýsi eru risin í Laugardal, milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar. Þetta eru búsetuúrræði á vegum velferðarsviðs Reykjavíkur og eru hugsuð fyrir fólk sem hefur verið heimilislaust og þarf mikla þjónustu. Lokafrágangur er eftir og að honum loknum verður hægt að úthluta íbúðunum.

Áætlaður kostnaður við uppbyggingu smáhýsanna í Laugardal er um 162,5 milljónir króna en endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir.

Staðsetning húsanna hefur verið umdeild og íbúar í Laugardal og nágrenni, svo og íþróttafélögin í hverfinu, hafa lýst yfir andstöðu við staðsetninguna.

Málið hefur margoft verið tekið upp á vettvangi Reykjavíkurborgar, nú síðast á fundi í íbúaráði Laugardals 13. febrúar sl. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert