Hoppukastalamálið fyrir dóm

Hoppukastalinn var settur upp við Skautahöllina á Akureyri.
Hoppukastalinn var settur upp við Skautahöllina á Akureyri. Morgunblaðið/Margrét Þóra

Svokallað hoppukastalamál verður tekið til efnislegrar meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Verjendur sakborninga höfðu krafist frávísunar í málinu.

Verjendur kynntu rök sín fyrir frávísun síðastliðinn fimmtudag. Dómari úrskurðaði um kröfuna síðdegis í dag og var niðurstaðan sem fyrr segir að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar.

Verjendur hafa frest til 5. apríl til að skila greinargerð í málinu, kjósi þeir svo.

Þrjú börn beinbrotnuðu þegar hluti hoppukastalans tókst á loft og það fjórða hlaut alvarlega höfuðáverka og beinbrot. Hefur komið fram í fjölmiðlum að fjórða barnið muni hugsanlega aldrei ná fullum bata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert