Vonar að stjórnvöld standi loks við loforðin

Rebekka Karlsdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands afhenti ráðherrum í dag …
Rebekka Karlsdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands afhenti ráðherrum í dag sjónarmið ráðsins um fjármögnun háskólans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst að þetta hafi gengið vel. Það var gott að ná samtali við þau,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands, en fyrr í dag greindi mbl.is frá því að fulltrúar stúdentaráðsins hafi afhent ráðherrum sam­an­tekt á sjón­ar­miðum ráðsins að fjár­mögn­un há­skól­ans.

„Ég vona að þetta verði til þess að þau standi við sín loforð og lagi stöðuna sem blasir við háskólanum núna og stórauki fjárframlög til opinberrar háskólamenntunnar til framtíðar.“

Rebekka segir það hafa verið miður að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi ekki verið viðstödd, þar sem hún var erlendis en Stúdentaráð hefði viljað fá skýrari svör frá Áslaugu um þessi málefni.

Fulltrúar stúdentaráðs stóðu fyrir utan ráðherrabústaðin í fimbulfrosti, er þeir …
Fulltrúar stúdentaráðs stóðu fyrir utan ráðherrabústaðin í fimbulfrosti, er þeir héldu á borðum sem á stóð „Háskólann vantar milljarð“ og „Stúdentar splæsa“. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum margoft rætt stöðuna við hana á reglulegum fundum með henni. Svo hún veit alveg að þessu.“ segir hún og kveðst gjarnan vilja halda áfram reglulegum fundum með ráðherra háskólamála.

Boltinn hjá stjórnvöldum

„Boltinn er soldið hjá þeim, bæði að svara okkur og að lagfæra stöðuna sem blasir við.“ segir Rebekka. Herferð Stúdentaráðs ljúki í dag en um seinastliðna viku hefur ráðið haldið úti herferðinni „Háskólann vantar milljarð, núna“. Stúdentaráð muni þó standa reiðubúið þegar fjármálaáætlun kemur til umræðu.

„Svo segir Katrín að það sé ekki til umræðu að hækka skrásetningargjöldin líkt og rektorar háskólanna hafa óskað eftir að verði gert. Hún sagði jafnframt að það væri ekki sniðugt að hækka gjöld í þessu efnahagsástandi.“

„Núna stendur yfir endurskoðun á reiknilíkani háskólanna í ráðuneytinu.“ og bætir því við að þau fagni því að sú vinna sé farin af stað af fullum krafti. Hún telur jafnframt mikilvægt að skref séu teki í átt að eigin markmiðum stjórnvalda um að fjármagna menntun eins og þekkist á norðurlöndunum.

Góðar fréttir að ráðherra kannist ekki við niðurskurð

“Bjarni sagði þarna að háskólarnir væru grundvallarstofnun í samfélaginu sem varðar verðmætasköpun í framtíðinni. Þannig að við teljum óábyrgt að fjármálaráðherra haldi áfram að fjársvelta slíka stofnun.“

Stúdentar gengu frá HÍ að ráðherrabústaðnum og afhenda kröfur sínar.
Stúdentar gengu frá HÍ að ráðherrabústaðnum og afhenda kröfur sínar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á Vísi kemur það fram að þegar Rebekka spurði fjármálaráðherra út í niðurskurðinn hafi hann ekki sagst kannast við hann. Aðspurð um hennar á þessum viðbrögð ráðherra svarar Rebekka að það sé „klárlega niðurskurður núna til háskólans.“

„Varðandi fjármálaáætlun, þá eru þetta bara þær upplýsingar sem við höfum héðan úr háskólanum sem að við höfum úr háskólanum, sem þau hafa frá ráðuneytinu.“

„En eins og ég sagði við Bjarna þá væru það bara góðar fréttir ef hann vildi ekki kannast við það.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók á móti stúdentum við Ráðherrabústaðinn og …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók á móti stúdentum við Ráðherrabústaðinn og forseti stúdentaráðs spurði hann spjörunum úr um fjármögnum skólans. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Stúdentar ganga frá HÍ að ráðherrabústaðnum og afhenda kröfur sínar.
Stúdentar ganga frá HÍ að ráðherrabústaðnum og afhenda kröfur sínar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is