Selja grænan bjór á degi Heilags Patreks

Björn Árnason á Skúla með bjórinn.
Björn Árnason á Skúla með bjórinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búast má við því að líf og fjör verði í miðborg Reykjavíkur síðdegis og í kvöld á degi heilags Patreks. Síðustu ár hefur færst í vöxt að fólk hér geri sér glaðan dag á þjóðhátíðardegi Íra og þá eru þarlendir drykkir vinsælir, til að mynda írskt viskí og kokteilar.

Græni liturinn er jafnan áberandi á þessum hátíðarhöldum og því er viðeigandi að nýr tilraunabjór frá Borg brugghúsi verði reiddur fram á fjölda bara og öldurhúsa í dag. Sá kallast Á grænni grein og er einmitt grænn að lit.

Björn Árnason, veitingamaður á Skúla Craft Bar í Aðalstræti, verður með bjórinn á krana og í dós og segir að hann bragðist vel.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »